ALDURSMERKINGAR

Aldursmerkingar kvikmynda og sjónvarpsefnis

Mynd Þessi er leyfð öllum aldurshópum

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 6 ára

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 9 ára

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 14 ára

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 18 ára

Efnisvísar mynda og tölvuleikja

Í myndinni/leiknum er ljótt orðbragð

Myndin/leikurinn vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Myndin/leikurinn dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Myndin/leikurinn getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Í myndinni/leiknum er ofbeldi

Í myndinni/leiknum er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Aldursmerkingar tölvuleikja

Leikurinn er leyfður öllum aldurshópum
Efni leikja sem fá þessa einkunn er talið viðeigandi fyrir alla aldurshópa. Takmarkað ofbeldi í skoplegu samhengi (t.d. ofbeldi eins og í teiknimyndum með Kalla Kanínu eða Tomma og Jenna) er ásættanlegt. Barnið ætti ekki að geta tengt persónurnar á skjánum við raunverulegar persónur, þær ættu að vera algjör hugarburður. Leikurinn ætti ekki að innhalda nein hljóð eða myndir sem eru líklegar til að hræða eða valda ungum börnum ótta. Ekkert ljótt orðbragð ætti að heyrast.

Leikurinn er ekki við hæfi yngri en 7 ára
Allir leikir sem myndu venjulega fá einkunnina 3 en innihalda atriði eða hljóð sem gætu valdið ótta eiga heima í þessum flokki.

Leikurinn er ekki við hæfi yngri en 12 ára
Tölvuleikir sem sýna aðeins grafískara ofbeldi gagnvart ímynduðum persónum og/eða vægt ofbeldi gagnvart persónum sem líkjast manneskjum eða þekkjanlegum dýrum, ásamt tölvuleikjum sem sýna aðeins grafískari nekt, fara í þennan aldursflokk. Allt ljótt orðbragð í þessum flokki verður að vera vægt og má ekki innhalda kynferðisleg grófyrði.

Leikurinn er ekki við hæfi yngri en 16 ára
Þessi einkunn er gefin þegar lýsing á ofbeldi (eða kynferðislegum athöfnum) er farin að líta út eins og búast mætti við í raunveruleikanum. Enn grófara orðbragð, notkun tóbaks og eiturlyfja og lýsing á glæpsamlegum athöfnum kann að vera í leikjum sem fá einkunnina 16.

Leikurinn er ekki við hæfi yngri en 18 ára
Fullorðinsflokkuninni er beitt þegar ofbeldið í tölvuleiknum er orðið gróft og/eða innheldur vissar gerðir af ofbeldi. Erfiðast er að flokka gróft ofbeldi þar sem það getur oft verið mjög huglægt mat, en almennt má segja að það sé ofbeldi sem myndi fylla áhorfandann ógeði.